Hve miklar mega framkvæmdir vera án þess að þurfi að koma til leyfi byggingaryfirvalda?

Garðaþjónusta Reykjavíkur er meðvituð um ýmsa þætti Byggingareglugerðar sem hafa þarf í huga þegar hafist er handa um stærri framkvæmdir, sem tengjast garðinum. Markmið þeirrar reglugerðar er:

 • a. Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt.
 • b. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.
 • c. Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja.
 • d. Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði.
 • e. Að tryggja aðgengi fyrir alla.
 • f. Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga.“

Fæstar framkvæmdir sem Garðaþjónustan tekur að sér er þó háð leyfisveitingum sbr.: „2.3.5. gr.Minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi. Eftirfarandi minniháttar mannvirki og framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi. Þær eru einnig undanþegnar byggingarheimild og tilkynningarskyldu skv. 2.3.6. gr. enda séu þær í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar sem við eiga hverju sinni.

 • a. Allt viðhald innanhúss og utan, þ.m.t. endurnýjun léttra innveggja.
 • b. Uppsetning móttökudiska, allt að 1,2 m að þvermáli, vegna móttöku útsendinga útvarps eða sjónvarps eða móttökuloftnets.
 • c. Allt viðhald lóða, girðinga, bílastæða og innkeyrslna.
 • d. Gerð palla og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð.
 • e. Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Einnig allt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru áfastir við hús og í a.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingar eða skjólveggi allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina. Miðað skal við jarðvegshæð lóðar sem hærri er ef hæðarmunur er á milli lóða á lóðarmörkum.
 • f. Smáhýsi sem er að hámarki 15 m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. Sé smáhýsið minna en 3,0 m frá aðliggjandi lóð þarf samþykki eigenda aðliggjandi lóðar. Slík smáhýsi eru ekki ætluð til gistingar eða búsetu.“

Byggingareglugerðina í heild sinni má finna hér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *