Það skal helst telja lagnir fyrir setlaug, gerð undirstaðna og palls fyrir setlaug, öryggisatriði, byggingareglugerðir, frágangur vegna fylgihluta o.fl. Lagnir fyrir setlaug. Best er að koma lögnum fyrir setlaug fyrir áður en pallur er smíðaður. Ef þetta er nýtt hús eða sumarhús þá er yfirleitt gert ráð fyrir lögnum á teikningum í upphafi og ca. staðsetning á setlaug ákveðin. Í gömlum húsum þar sem verið er að smíða pall eða koma fyrir setlaug eru oftast ekki lagnir til staðar og verður þá að finna bestu leiðina fyrir lagnir. Best er að hafa hitastýringar sem næst vatnsinntaki í húsum. Þetta getur þýtt að leiðin að setlauginni getur verið löng og seinfarin með lagnir. Gott er að setja að lámarki 3/4“ lögn að setlauginni og jafnvel tvær lagnir ef óskað er eftir að útfæra hitastýringar öðruvísi seinna meir. Gott er leggja líka tvær 1/2“ lagnir fyrir útisturtu og garðslöngu við setlaugina. Gera skal ráð fyrir að sturtutæki fyrir útisturtu verði innandyra, vatnið blandist þar og komi tilbúið blandað í útisturtuna. Þetta er til að fyrirbyggja frostskemmdir í sturtutæki seinna meir. Gera skal ráð fyrir aftöppun vegna frosts á öllum þessum lögnum, helst við vatnsinntak í hús eða þar sem hitastýring og sturtutæki er staðsett. Leggja skal 110mm affalslögn að setlauginni en reiknað er með að 50mm lögn er notuð rétt undir setlaugina og þar í kring. Affalslögn tengist oftast i lagnir fyrir þakrennur. Leggja skal gott ídráttarrör fyrir rafmagn að setlauginni, jafnvel þó ekki sé gert ráð fyrir að nota þurfi rafmagn vegna t.d. ljós eða nudd í setlaugina. Það gæti breyst seinna og þá getur verið gott að hafa þetta ídráttarrör til að draga rafmagnskapla að setlauginni. Eins er það með lagnir fyrir útisturtu, kannski verður hún aldrei sett upp en samt gott að lagnir eru til staðar ef ske kynni seinna meir. Ekki er verra að reyna verja lagnir sem liggja ofan jarðar fyrir frosti. Passa skal réttan vatnshalla þegar lagnir hafa verið tengdar við setlaug. Lagnir inn í setlaug og lögn til tæmingar koma undir setlaug. Yfirfallslögn tengist inná þessar lagnir undir setlauginni. Flestar lagnir eru því undir setlauginni. Eins kúluloki til tæmingar á setlauginni.

Fengið af heimasíðu Normex.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *