Pallasmíði
Pallaleiðbeiningar — staðurinn undirbúinn.
Pallasmíði – og verkefnastjórnun við. Undirbúningur við pallasmíði Við hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur smíðum draumapallinn þinn. Þú kemur með þínar helstu óskir og hugmyndir og við gerum þær að veruleika. Smíði sólpalla er eitt það skemmtilegasta sem við gerum! við viljum vinna með þér að gera pallinn þinn að griðastað fyrir þig og þína, og leggjum við mikinn metnað í fegurð og frágang. Svo að sjálfsögðu aðstoðum við einnig við hönnunina ef þess er óskað. Þú getur haft samband við okkur í síma 783 4717, og við veitum góð ráð varðandi þetta allt saman og gerum allt til að garðurinn þinn verði draumastaður á jörð.Pallasmíði – og verkefnastjórnun við
Svona verður sólpallur til:
1
Línurnar lagðar í samvinnu við okkur
- Aðstæður metnar og staðsetning valin. - Farið yfir væntingarnar: Hér er gott að svara spurningum á borð við hvernig þinn sólpallur á að líta út og hverjum hann á að þjóna, hvaða efni á að nota og hvernig nýtist plássið best.
2
Hönnun
Teikning unnin með garðhönnuði. Ef þess er óskað. Hér er er ákveðið, hvernig pallurinn á að liggja í landinu, afstaða til umhverfisins s.s. runna, þrepin teiknuð og ákvarðanir teknar með tilliti til borðs, stóla, blóma, trjáa og annarra þátta sem búið er að spá í.
3
Uppsetning og smíði.
- Land og jarðvegur gerð klár fyrir framhaldið. - Undirstöður reistar - Pallur smíðaður úr óskaefninu. - Punkturinn yfir i-ið: Lýsingar, blóm, stólar, borð og allt það sem gerir pallinn fallegri.

01
Athugið:
Öll okkar nálgun byggist á því að bregðast við óskum viðskiptavinarins og verða við þeim á fagmannlegan hátt. Það er ekki okkar að segja fyrir verkum, heldur gefa góð ráð og leggja okkur fram. Garðaþjónusta Reykjavíkur leggur metnað sinn í að hver og einn viðskiptavinur geti vænst frábærs árangurs sem stendur fyllilega undir væntingum um hinn fullkomna sólpall.