Nú liggur leiðin upp á “við”
Smíði sólpalla er eitt það skemmtilegasta sem við gerum. Við vinnum með þér að því að hanna og byggja draumapallinn þinn, hvort sem hann er ætlaður fyrir fjölskylduna, vinahópinn eða sem rólegur sælureitur. Við leggjum metnað í útlit, faglegan frágang og notum efni sem þola íslenskt veðurfar svo pallurinn endist í mörg ár.
Hönnun og sérsmíði eftir þínum þörfum
Við bjóðum heildarlausnir í sólpallasmíði og sérsmíði útimannvirkja. Hvort sem þú þarft grindverk, skjólveggi, geymsluskúr, útihúsgögn eða uppsetningu á gufu baði, sauna, heitum eða köldum potti, sjáum við um verkefnið frá hugmynd til framkvæmdar. Ef óskað er aðstoðum við einnig við hönnunina í samvinnu við garðhönnuð og leggjum fram hugmyndir sem hámarka bæði notagildi og fagurfræði á sanngjörnum verðum.