Almenn garðaþjónusta - Látum drauminn rætast
bg

Almenn Garðaþjónusta

Garðaþjónusta Reykjavíkur sér um alla almenna garðyrkju og garðvinnu fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki. Við tökum að okkur garðslátt, trjáklippingar, trjáfellingar, snyrtingu lóða, illgresiseyðingu, gróðursetningar og þökulagnir. Markmiðið er að garðurinn þinn verði snyrtilegur, vel hirtur og fallegur allt árið. Með reglulegu garðaviðhaldi tryggjum við griðastað sem nýtist þér og fjölskyldunni og eykur jafnframt verðmæti fasteignarinnar.

bg-wood

Látum drauminn rætast

Vel hirtur garður er ekki aðeins fallegur að sjá heldur bætir hann líðan og vellíðan þeirra sem njóta hans og eykur jafnframt verðmæti fasteignarinnar. Við leggjum fram lausnir til endurbóta eða tillögur að nýjum garði sem nýtir lóðina sem best og fellur fallega að umhverfinu. Með reglulegu garðaviðhaldi verður garðurinn bæði öruggari og notalegri, hvort sem þú vilt eiga rólega stund eða taka á móti gestum. Við leggjum áherslu á einfaldar og áreiðanlegar lausnir sem spara þér tíma og gefa þér garð sem þú getur verið stoltur af.

Reynsla og þekking sem skilar sér

Við byggjum á yfir 20 ára reynslu í garðyrkju undir leiðsögn menntaðs skrúðgarðyrkjufræðings. Sérfræðingur okkar veitir ráðgjöf um val plantna, plöntun, áburðarþörf og rétta meðferð svo garðurinn dafni sem best. Þannig tryggjum við að garðurinn fái faglega garðþjónustu, hvort sem um er að ræða reglulegt garðviðhald, gróðursetningu eða beðahreinsun. Við leggjum metnað í fallega og heilbrigða garða sem standast bæði íslenskt loftslag og tímans tönn.

Hvernig er ferlið?

Almenn Garðaþjónusta

Við sjáum um hvern skref í ferlinu:

Ókeypis ráðgjöf og áætlun

Áætlun og verkefnaskipting

Vinna eftir þörfum, jarðvegsskipti, þökulagnir, sólpallur eða verönd, snyrting, sláttur, klippingar og úðun

Frágangur og garðhreinsun með sópun og snyrtingu

Reglulegt garðaviðhald eða eitt skipti, eftir óskum

MYNDIR

gardur-gerfigras-utiflisar-1
gardur-gerfigras-utiflisar-2
gardur-gerfigras-utiflisar-3
Hellulogn-9
Hellulogn-7
Hlynger├░i-4-gras
IMG_3026
kranabill1
kranabill3
faq-bg-left
almenn-faq-img

Algengar spurningar

Hversu oft ætti að panta garðslátt?
Yfirleitt er best að framkvæma garðslátt á 1 til 2 vikna fresti yfir sumarið, eftir veðri og vaxtarhraða.
Er hægt að fá reglubundið garðaviðhald?
Já, við bjóðum reglulega garðþjónustu allt sumarið eða einstaka verkefni eins og snyrtingu lóða, garðhreinsun og illgresiseyðingu.
Hvaða plöntur og tré henta best í íslenskt loftslag?
Við ráðleggjum harðgerar tegundir sem þola vind og kulda. Með faglegri gróðursetningu og réttri umhirðu tryggjum við að plöntuvalið skapi fallegt og endingargott umhverfi.
Getið þið tekið að ykkur trjáfellingar og stubbatætingu?
Já, við fjarlægjum bæði stór tré og minni stubba með réttum tækjum og tryggjum öruggan frágang.
Bjóðið þið garðhreinsun og beðahreinsun á ákveðnum árstímum?
Já, við sjáum um garðhreinsun bæði að vori og hausti svo garðurinn sé tilbúinn fyrir næsta tímabil.

Ertu að leita að einhverju öðru?

almenn-gardathjonust_bubble_pic