Dren og frárennslislagnir - grunnurinn að heilbriðri lóð og heimili
bg

Dren og frárennlislagnir

Réttar dren- og frárennslislagnir eru grunnurinn að heilbrigðu húsi og lóð. Við bjóðum ráðgjöf og ástandsmat, hvort sem um er að ræða nýjar drenlagnir, frárennslislagnir, jarðvegsvinnu eða endurnýjun eldri kerfa. Með fagmennsku, öflugu tækjakosti og pípulagningameistara í teymi okkar tryggjum við öruggan frágang sem verndar bæði hús og garð til framtíðar.

bg-wood

Jarðvegsvinna og drenlagnir

Við tökum að okkur alla jarðvegsvinnu, drenlögn og aðrar lóðaframkvæmdir. Hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur starfar reynslumikið fagfólk sem veit hve mikilvægt er að dren og frárennslislagnir séu unnar rétt frá grunni. Við erum vel tækjum búin og leggjum áherslu á faglega framkvæmd sem tryggir að vatn renni frá á öruggan hátt og húsið haldist þurrt og heilbrigt.

Gott dren og frárennsli er grunnurinn að heilbrigðri fasteign

Lagning dren- og frárennslislagna er vandasamt verk sem krefst bæði réttrar jarðvegsvinnu og fagkunnáttu í pípulögnum. Við fylgjum öllum reglum og faglegum verkferlum, í nánu samstarfi við löggilta pípulagningameistara sem sjá til þess að allt sé unnið eftir bókinni. Með þessari nálgun færðu öruggar lagnir sem vernda bæði grunn hússins og garðinn um ókomin ár.

Hvernig er ferlið?

Dren og frárennlislagnir

Við sjáum um hvern skref í ferlinu:

Ókeypis ráðgjöf og ástandsmat á lóð, dreni og frárennslislögum

Áætlun og efnisval

Jarðvegsskipti og undirbúningur með réttum tækjakosti

Lagning dren- og frárennslislagna

Lokafrágangur

MYNDIR

dren1
dren2
dren3
dren4
dren5
dren6
skutuvogur5
faq-bg-left
Dren og frárennlislagnir

Algengar spurningar

Hvenær þarf að endurnýja drenlagnir?
Yfirleitt á 30 til 40 ára fresti, en stundum fyrr ef einkenni eins og raki í kjallara eða bleyta í lóð koma fram.
Hvaða einkenni benda til bilaðra frárennslislagna?
Raki í veggjum, mygla, ólykt eða vatn sem safnast í garði getur bent til þess að frárennslisrör eða drenlagnir séu farnar að bila.
Getið þið séð um bæði drenlagnir og frárennslislagnir í sama verki?
Já, við sérhæfum okkur í heildarlausnum þar sem við framkvæmum jarðvegsskipti, lagningu frárennslisröra og endurnýjun eldri drenlagna á sama tíma.
Hversu langan tíma tekur að endurnýja dren?
Það fer eftir stærð lóðar og aðstæðum, en að jafnaði tekur slík framkvæmd 1 til 2 vikur.
Er nauðsynlegt að hafa pípulagningameistara við lagningu frárennslislagna?
Já, þess vegna erum við með í teyminu okkar löggilta pípulagningameistara sem tryggja að allt sé unnið samkvæmt reglum og faglegum stöðlum.

Ertu að leita að einhverju öðru?