Jarðvegsvinna og drenlagnir
Við tökum að okkur alla jarðvegsvinnu, drenlögn og aðrar lóðaframkvæmdir. Hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur starfar reynslumikið fagfólk sem veit hve mikilvægt er að dren og frárennslislagnir séu unnar rétt frá grunni. Við erum vel tækjum búin og leggjum áherslu á faglega framkvæmd sem tryggir að vatn renni frá á öruggan hátt og húsið haldist þurrt og heilbrigt.
Gott dren og frárennsli er grunnurinn að heilbrigðri fasteign
Lagning dren- og frárennslislagna er vandasamt verk sem krefst bæði réttrar jarðvegsvinnu og fagkunnáttu í pípulögnum. Við fylgjum öllum reglum og faglegum verkferlum, í nánu samstarfi við löggilta pípulagningameistara sem sjá til þess að allt sé unnið eftir bókinni. Með þessari nálgun færðu öruggar lagnir sem vernda bæði grunn hússins og garðinn um ókomin ár.










