Hellulagnir og lóðaframkvæmdir - 20 ára reynsla
bg

Hellulagnir og lóðaframkvæmdir

Garðaþjónusta Reykjavíkur sérhæfir sig í hellulögnum og öllum helstu lóðaframkvæmdum. Við leggjum bílaplön, innkeyrslur, stíga og verönd, auk þess sem við tökum að okkur jarðvegsskipti, steinhleðslur og frágang lóða. Með öflugum tækjaflota og fagmennsku í vinnu tryggjum við traustan grunn sem stenst íslenskar aðstæður. Þannig færðu bæði endingargott yfirborð og snyrtilegt útlit sem bætir verðgildi og fegurð eignarinnar.

bg-wood

Faglegar hellulagnir og steinhleðslur

Hellulögn er endingargóð lausn fyrir bílaplön, innkeyrslur, stíga og verönd. Með réttum undirbúningi og vönduðu efnisvali færðu yfirborð sem stenst bæði mikinn þunga og íslenskt veðurfar. Við sérhæfum okkur í hellulögnum og steinhleðslum sem gefa lóðinni fallegt og stílhreint yfirbragð. Hvort sem þú vilt praktíska lausn fyrir bílastæði eða skapa skemmtilegt útlit í garðinum með hleðslu í kringum pott, grill eða skjólvegg, þá sjáum við um verkið frá upphafi til enda.

Fagleg grunnvinna skiptir öllu máli

Við leggjum mikinn metnað í undirbúning og jarðvegsvinnu áður en hellur eru lagðar. Oft þarf að fjarlægja jarðveg, fylla með frostfrírri möl og þjappa sand til að tryggja stöðugleika. Með þessari aðferð haggast hellurnar ekki þó frost eða leysingar gangi yfir. Þannig færðu traustan grunn og fallegt yfirborð sem endist árum saman án mikils viðhalds.

Hvernig er ferlið?

hellulogn_steinhledsla

Við sjáum um hvern skref í ferlinu:

Ókeypis ráðgjöf og skoðun á staðnum

Hönnun og útlitsval í samráði – efni, litir og mynstur ákveðin. Við búum til myndir til hliðsjónar.

Jarðvegsskipti og grunnvinna

Hellulögn eða steinhleðsla með fagmennsku og nákvæmni

Lokafrágangur með lýsingu, gróðri eða öðrum smáatriðum sem fullkomna verkið

MYNDIR

hellulogn
Hellulogn-1
Hellulogn-2
hellulogn_steinhledsla
Hellulogn-3
vogar8
Hellulogn-6
hellulogn-hledsla
Hlynger├░i-1-hle├░sla
Hlynger├░i-2-hellur-gras
Hlynger├░i-3-hle├░sla-hellur
MS-1-hellurogmol
MS-2-mol
default
falleg-steinhledsla
fallegur_gardur_utiflisar
hellulogn_gardur
default
default
default
faq-bg-left
hellulagnir-faq-img

Algengar spurningar

Hversu lengi endist hellulögn?
Rétt lögð hellulögn með góðri grunnvinnu getur enst í áratugi án mikils viðhalds.
Get ég fengið hitalagnir undir hellurnar?
Já, við bjóðum upp á lagningu hitaleiðslna undir hellur til að halda innkeyrslu eða stíg snjó- og ísfríum yfir veturinn.
Hvaða tegundir af hellum og hleðslum mælið þið með?
Við vinnum með fjölbreytt efni og litaval og ráðleggjum lausnir sem henta bæði útliti lóðarinnar og íslensku veðurfari.
Er hægt að sameina hellulagnir og steinhleðslur í sama verkefni?
Já, við sérhæfum okkur í heildarlausnum þar sem hellulagnir, hleðslur og jarðvegsskipti eru unnin samtímis til að ná sem bestu heildarútliti.
Hversu langan tíma tekur að leggja meðalstórt bílaplan?
Það fer eftir aðstæðum og jarðvegsskipti ráða miklu, en yfirleitt tekur framkvæmdin 3 til 6 daga.
Bjóðið þið upp á efnisflutninga og gröfuvinnu?
Já, við sjáum um bæði jarðvegsskipti, efnisflutninga og gröfuvinnu með öflugum vélum og tækjum.

Ertu að leita að einhverju öðru?