Faglegar hellulagnir og steinhleðslur
Hellulögn er endingargóð lausn fyrir bílaplön, innkeyrslur, stíga og verönd. Með réttum undirbúningi og vönduðu efnisvali færðu yfirborð sem stenst bæði mikinn þunga og íslenskt veðurfar. Við sérhæfum okkur í hellulögnum og steinhleðslum sem gefa lóðinni fallegt og stílhreint yfirbragð. Hvort sem þú vilt praktíska lausn fyrir bílastæði eða skapa skemmtilegt útlit í garðinum með hleðslu í kringum pott, grill eða skjólvegg, þá sjáum við um verkið frá upphafi til enda.
Fagleg grunnvinna skiptir öllu máli
Við leggjum mikinn metnað í undirbúning og jarðvegsvinnu áður en hellur eru lagðar. Oft þarf að fjarlægja jarðveg, fylla með frostfrírri möl og þjappa sand til að tryggja stöðugleika. Með þessari aðferð haggast hellurnar ekki þó frost eða leysingar gangi yfir. Þannig færðu traustan grunn og fallegt yfirborð sem endist árum saman án mikils viðhalds.