Pallar og sérsmíði - Faglegar sérlausnir fyrir útisvæði
bg

Pallar og sérsmíði

Sólpallur eða verönd getur umbreytt garðinum í notalegan sælureit. Við smíðum palla, grindverk, skjólveggi, saunur, skúra, heita og kalda potta, útisturtur og önnur útimannvirki eftir þínum óskum. Með traustu handverki og vönduðu efnisvali tryggjum við endingargóðar lausnir sem gera útisvæðið bæði fallegra og verðmætara. Þú kemur með hugmyndirnar, við gerum þær að veruleika.

bg-wood

Nú liggur leiðin upp á “við”

Smíði sólpalla er eitt það skemmtilegasta sem við gerum. Við vinnum með þér að því að hanna og byggja draumapallinn þinn, hvort sem hann er ætlaður fyrir fjölskylduna, vinahópinn eða sem rólegur sælureitur. Við leggjum metnað í útlit, faglegan frágang og notum efni sem þola íslenskt veðurfar svo pallurinn endist í mörg ár.

Hönnun og sérsmíði eftir þínum þörfum

Við bjóðum heildarlausnir í sólpallasmíði og sérsmíði útimannvirkja. Hvort sem þú þarft grindverk, skjólveggi, geymsluskúr, útihúsgögn eða uppsetningu á gufu baði, sauna, heitum eða köldum potti, sjáum við um verkefnið frá hugmynd til framkvæmdar. Ef óskað er aðstoðum við einnig við hönnunina í samvinnu við garðhönnuð og leggjum fram hugmyndir sem hámarka bæði notagildi og fagurfræði á sanngjörnum verðum.

pallar-og-sersmidi

Hvernig er ferlið?

pallur_og_lysing1

Við sjáum um hvern skref í ferlinu:

Ókeypis ráðgjöf og skoðun

Hönnun og efnisval í samráði við sérfræðinga, með möguleika á myndum til hliðsjónar

Jarðvegsskipti og undirbúningur svæðis

Smíði sólpalls, grindverks eða annarra mannvirkja með fagmennsku og traustu handverki

Lokafrágangur með lýsingu, gróðri, húsgögnum eða potti sem fullkomnar útisvæðið

MYNDIR

pallur_og_lysing
Hellur-gras-1
IMG_3003
IMG_3007
IMG_3008
pallur
Pallur-1
pallur-kvold1
pallur-kvold2
skutuvogur3
skutuvogur4
skutuvogur5
skutuvogur10
skutuvogur11
skutuvogur13
skutuvogur14
skutuvogur15
skutuvogur-A
skutuvogur-B
skutuvogur-C
skutuvogur-D
skutuvogur-E
smidi1
smidi2
fallegur_upplystur_gardur
pallur-heitur_pottur
stor_pallur_utsyni
smidi3
sauna_uppsetning
solpallur_og_gardhugsgogn
solpallur_pergola_sersmidi
heiturpototur_gras_hellur
faq-bg-left
Pallar og sérsmíði

Algengar spurningar

Hvaða efni notið þið í pallasmíði?
Við notum vandað viðar- og samsett efni sem þola íslenskt veðurfar og tryggja langan líftíma sólpallsins. Við komum með tillögur og veljum rétta efniviðinn með þér.
Bjóðið þið hönnunaraðstoð áður en smíðin hefst?
Já, við bjóðum hönnun í samvinnu við garðhönnuð og getum gert myndir til hliðsjónar svo þú sjáir útlitið áður en framkvæmd hefst.
Get ég pantað smíði utan hefðbundins sólpalls, eins og sauna eða pott?
Já, við sérhæfum okkur einnig í sérsmíði útimannvirkja eins og sauna, útisturtna, geymsluskúra, leiktækja og uppsetningu á heitum eða köldum pottum.
Hversu langan tíma tekur pallasmíði?
Það fer eftir stærð og umfangi verksins, en meðalstór sólpallur tekur að jafnaði 1 til 2 vikur.
Getið þið séð um allan frágang líka?
Já, við bjóðum heildarlausnir þar sem við sjáum um lokafrágang með lýsingu, grindverkum, skjólveggjum, gróðri og útihúsgögnum.

Ertu að leita að einhverju öðru?

Pallar og sérsmíði