Snjómokstur er öryggismál
Snjómokstur er nauðsynleg þjónusta fyrir heimili, fyrirtæki og húsfélög yfir vetrarmánuðina. Snjókoma og hálka geta skapað hættulegar aðstæður á gönguleiðum og bílastæðum, en með faglegri þjónustu er hægt að tryggja að svæðið sé hreint og aðgengilegt. Við bjóðum reglubundinn snjómokstur sem er sérsniðinn að þínum þörfum og sjáum til þess að öryggi og greið leið sé ávallt í fyrirrúmi sama hversu mikið snjóar.
Snjómokstur einn og sér dugar ekki alltaf til að tryggja öruggar aðstæður. Þess vegna bjóðum við einnig söltun, sanddreifingu og aðrar lausnir í hálkueyðingu.
Við hengjum upp ljósin & þú færð hrósin
Við hjálpum til við að skapa hlýtt og hátíðlegt andrúmsloft í garðinum, við heimilið eða vinnustaðinn. Með faglegri og öruggri uppsetningu sem þolir íslenskan vetur klæðum við garðinn, húsið eða fyrirtækið í jólabúning.
Við komum á staðinn, leggjum til hugmyndir, sjáum um uppsetningu frá A til Ö og pökkum öllu saman eftir hátíðirnar.






