Um okkur
Í 20 ár höfum við hannað og endurbætt garða og lóðir sem gleðja og endast. Við sameinum reynslu og ástríðu til að gera hugmyndir að veruleika.
Garðaþjónusta Reykjavíkur
Fagmennska í 20 ár
Við byrjuðum sem lítið fjölskyldufyrirtæki með ástríðu fyrir garðrækt.
Á síðustu tvo áratugi hefur Garðaþjónusta Reykjavíkur vaxið og orðið að traustum samstarfsaðila í hönnun og endurbótum lóða, hellulögnum, pallasmíði, drenlausnum og garðviðhaldi.
Markmið okkar hefur alltaf verið það sama: að hjálpa þér að láta drauminn rætast – og tryggja að útkoman verði bæði notadrjúg og endingargóð.
- Gæði í fyrirrúmi
- traust & áreiðanleiki
- sjálfbærni
- Persónuleg heildarþjónusta
Afhverju að velja okkur?
Við höfum reynsluna
Við höfum unnið að landslagsverkefnum í meira en tvo áratugi. Á þeim tíma höfum við lokið hundruðum verkefna, allt frá einkagörðum til víðfeðmra útisvæða fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Reynslan talar sínu máli, og verk okkar og myndirnar segja sitt.
Heildstæð þjónusta
Við sjáum um allt ferlið frá upphafi til enda. Við tökum verkefnið að okkur frá fyrstu hugmynd til verkloka, með persónulegri þjónustu og heiðarleika að leiðarljósi, og gerum drauminn að veruleika.
Vel búnir og traustir samstarfsaðilar
Við búum yfir flestum tækjum og höfum trausta samstarfsaðila ef á þarf að halda. Þetta gerir okkur kleift að vinna hraðar, skilvirkar og án óþarfa kostnaðar eða tafa, með áreiðanleg gæði í fyrirrúmi.
Farsælt orðspor
Flestir nýir viðskiptavinir koma til okkar í gegnum meðmæli, sem segir margt um traust og ánægju þeirra sem þegar hafa unnið með okkur. Á vefnum okkar finnur þú fjölmargar umsagnir sem við erum stolt af.
Fallegar og endingargóðar lausnir
Við tjöldum ekki til einnar nætur. Þess vegna notum við vönduð efni og nútímalegar aðferðir sem standast íslenskt veður og mikla notkun. Verkefnin okkar haldast bæði falleg og notadrjúg um ókomin ár.
Öflugir samstarfsaðilar
JCB
BYKO
Húsasmiðjan
CAT
Sorpa
Bauhaus
Husqvarna
Makita